Sólstöðuhlaup æskunnar & skógarbaðanna
Skráning á hlaup.is
Skógarböðin eru aðalstyrktaraðili Sólstöðuhlaupsins
Sólstöðuhlaup Æskunnar og Skógarbaðanna er nýtt utanvegahlaup fyrir alla sem verður haldið laugardaginn 14. september 2024. Hlaupið í ár er prufuhlaup fyrir Sólstöðuhlaupið sem verður formlega stofnað á sumarsólstöðum í júní 2025. Hlaupið er ræst á íþróttavellinum á Svalbarðseyri og endar við Skógarböðin. Hlaupið er um gamla þjóðveginn sem liggur upp Vaðlaheiðina. Hlaupið er haldið í samstarfi við Skógarböðin og öll sem hlaupa fá aðgang í Skógarböðin eftir hlaupið.
Timataka og hlaupið gefur ITRA stig.
Hvenær ?
Hlaupið hefst klukkan 17:30 á íþróttasvæðinu við Valsárskóla. Ræst verður í tveimur ráshópum 24 km klukkan 17:30 og 14 km klukkan 18:00. Ungmennafélagið Æskan á Svalbarðsströnd heldur utan um hlaupið og verður Björgunarsveitin Týr með gæslu á hlaupaleiðinni.
Hvaða lengdir eru í boði?
14,2 km með 340m hækkun. Rástími klukkan 18:00
24,5 km 700m hækkun. Rástími klukkan 17:30
Hvar skráir maður sig?
Opnað verður fyrir skráningu á https://www.hlaup.is þann 28. ágúst 2024
https://hlaup.is/vidburdir/solstoeduhlaup-aeskunnar-og-skogarbadanna-14-09-2024/
Hvað kostar að taka þátt?
14,2 km með 340m hækkun, 2.500 kr
24,5 km 700m hækkun, 3.500 kr
14,2 km leiðin
https://fatmap.com/routeid/3910659/solstodihlaup-142km/@65.7151664,-18.0478196,8537.0710899,-22.9245382,65.5248771,204.2733656,satellite
Ræst á Svalbarðseyri, þaðan liggur leiðin upp Ranann, gamla þjóðveginn, sem liggur að Vaðlaheiðarvegi. Fyrstu 5 km eru upp. Frá Vaðlaheiðarvegi liggur leiðin í suður & niður í átt að Skógarböðunum. Tvær drykkjarstöðvar eru á leiðinni. Tvær drykkjastöðvar eru á leiðinni.
24,5 km leiðin
Ræst á Svalbarðseyri, þaðan liggur leiðin upp Ranann, gamla þjóðveginn, sem liggur að Vaðlaheiðarvegi. Frá Vaðlaheiðarvegi liggur leiðin í norður upp heiðina og að möstrum. Fyrstu 10 km eru upp. Þaðan er snúið við og farið Vaðlaheiðarveginn til suðurs í átt að Skógarböðunum. Fjórar drykkjarstöðvar eru á leiðinni.
Drykkjastöðvar Í 14,2 km
2 DRYKKJASTÖÐVAR : Eftir 5 KM & 11 KM
Drykkjastöðvar Í 24,5 km
4 DRYKKJASTÖÐVAR : Eftir 5 KM, 10 KM, 15KM & 21KM
vinnur þú kórónu?
segment keppnin
Í hlaupinu verða tvær kórónu keppnir (segment), Raninn & Skógarbaðasbrekkan. Til að taka þátt í kórónu keppninni þurfa keppendur að hlaða hlaupinu eftir keppnina inná á Strava. Til að vinna kórónu þarf að hlaupa segmentið á besta tímanum á meðan keppninni stendur. Sá sem fer segmentið á besta tímanum fær glæsileg verðlaun og kórónu.
verðlaun
Verðlaun fyrir 1,2 & 3 sæti hjá KK og KVK. Úrdráttarverðun og verðlaun í segment keppninni.
Hvað er sérstakt við þetta hlaup?
Allir þátttakendur fá frítt ofan í Skógarböðin eftir hlaupið.
Þetta er utanvegakeppnishlaup og er prufuhlaup fyrir næsta sumar þegar Sólstöðuhlaup Æskunnar verður formlega stofnað.
STYRKTARAÐILAR