Styrktar viðburður fyrir æskulíðsstarf Æskunnar og Týr
Sólstöðuhlaupið er utanvegahlaup sem fer fram á sumarsólstöðum í fallegu landslagi við Eyjafjörð, þar sem hlaupið er um vegi og slóðir um Vaðlaheiði.
Hlaupið er haldið af Ungmennafélaginu Æskunni og Björgunarsveitinni Týr á Svalbarðsströnd í samstarfi við Skógarböðin.
Allur ágóði af hlaupinu rennur beint í uppbyggingu á íþrótta- og æskulýðsstarfi félaganna og ertu því með þátttöku ertu að styðja gott málefni.
Skógarböðin eru aðalstyrktaraðili Sólstöðuhlaupsins
14,2km - 302m ⬆️ - 340m ⬇️
26km - 753m ⬆️ - 788m ⬇️
36km -
Ræst á Svalbarðseyri, þaðan liggur leiðin upp Ranann, gamla veginn sem liggur upp á Vaðlaheiðarveg. Hlaupið er á Vaðlaheiðarvegi til suðurs og svo niður í átt að Skógarböðunum.
Tvær drykkjarstöðvar eru á leiðinni.
14 kílómetra leiðin er frábær leið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í utanvegahlaupum. Hlaupið er bæði með krefjandi hækkun á ómalbikuðum veg og malbikuðum kafla sem er allur undan brekku. Þetta er leið sem hentar nánast öllum ungum sem öldnum en gott er að hafa nokkra hluti í huga áður en lagt er af stað.
Drykkjarstöðvar eru tvær á leiðinni. Þar er vatn og gatorade í boði þannig fyrir þá sem verða lengur en klukkutíma á hlaupum er nauðsynlegt að hafa 300 - 500ml vatnsbrúsa og einhverskonar næringu meðferðis. Hægt verður að fylla á vatnsbrúsana á drykkjarstöðvunum og næringin getur verið verið nammi, snúðar og/eða orkugel sem hægt er að fá í öllum helstu matvörubúðum.
Nauðsynlegt er að mæta keppnisstað með föt fyrir mismunandi veður og taka stöðuna á veðrinu áður en ræst er í hlaupið og klæða sig eftir því veðri sem er þá. Þau föt sem ekki eru notuð eru sett í tösku sem er merkt töskumiða sem fylgir rásnúmeri. Taskan er svo ferjuð af mótshöldurum að skógarböðum þar sem hlaupið endar. Gott er svo að hafa hlý föt í töskunni sem hægt er að fara í yfir hlaupafatnaðinn þegar hlaupi líkur og auðvitað sundföt til að skella sér í böðin eftir hlaup.
Ræst verður frá íþróttavellinum á Svalbarðseyri, þaðan liggur leiðin upp Ranann, gamla veginn sem liggur upp á Vaðlaheiðarveg. Hlaupið er áfram upp Vaðlaheiðarveg til norðurs, beygt er svo upp að mastrinu og hlaupið hægra megin fram hjá því áfram að hringlaga húsi.
Þaðan er snúið við og farið hlaupið til baka og niður að Vaðlaheiðarveg, þar er hlaupið stutt til vinsti og svo er fylgt slóða upp á heiðina og eftir heiðinni, svo er svokallaði “línuvegurinn” hlaupinn niður af heiðinni til suðurs og komið niður þar sem gönguleiðin uppá Skólavörðu er, haldið er svo áfram niður Skólavörðuleiðina niður á Vaðlaheiðarveg og svo haldið áfram niður í Skógarböðin um nýja göngustíginn.
Tvær drykkjarstöðvar eru á leiðinni. Mælt er með því að vista leiðina í t.d. úrið sitt, leiðina er að finna vistaða inná Strava.
Ræst verður frá íþróttavellinum á Svalbarðseyri, þaðan liggur leiðin upp Ranann, gamla veginn sem liggur upp á Vaðlaheiðarveg. Hlaupið er áfram upp Vaðlaheiðarveg til norðurs, beygt er svo upp að mastrinu og hlaupið hægra megin fram hjá því áfram að hringlaga húsi.
Þaðan er snúið við og farið hlaupið til baka og niður að Vaðlaheiðarveg, þar er hlaupið stutt til vinsti og svo er fylgt slóða upp á heiðina og eftir heiðinni, svo er svokallaði “línuvegurinn” hlaupinn niður af heiðinni til suðurs og komið niður þar sem gönguleiðin uppá Skólavörðu er þar er svo farið upp að skólavörðu og áfram til austurs þar til komið er inná Þingmanna leið henni er fylgt uppá Þingmann og niður á veg, hlaupið er svo upp að gatnamótunum í vaðlabyggð og svo niður í Skógarböð
Þrjár drykkjarstöðvar eru á leiðinni. Mælt er með því að vista leiðina í t.d. úrið sitt, leiðina er að finna vistaða inná Strava.
Track er væntanlegt!
Verðlaun eru veitt fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti í öllum vegalengdum.
14 km - Raninn
26 km - Línuvegurinn
36 km - Skólavarða
Fyrir alla sem sem hlaupa !
Verður auglýst síðar
Þátttakendur sem ætla ekki að nýta sér rútuna frá Akureyri að startinu á Svalbarðseyri þá er mikilvægt að vera kominn í Valsárskóla minnst 30 mín fyrir hlaup.
Hafa samband: solstoduhlaup@gmail.com
STYRKTARAÐILAR Sólstöðuhlaupsins 2025