Tilgangur nefnda innan U.M.F. Æskunnar er að efla starf félagsins, dreifa verkefnum og skapa tækifæri fyrir fleiri að taka þátt í félagsstarfinu.
Nefndirnar vinna að afmörkuðum verkefnum og eru mikilvægur hluti af daglegu starfi félagsins.
Þær skipa einstaklingar úr samfélaginu sem vilja leggja sitt af mörkum — hvort sem það er með skipulagi, hugmyndum eða framkvæmdum.
Með því að taka þátt í nefnd hefur fólk áhrif á þróun félagsins og hjálpar til við að skapa fjölbreytt og lifandi starf.
Sér um að leita að og sækja um styrki fyrir félagið, bæði til sambanda og fyrirtækja.
Nefndin heldur utan um umsóknir og fylgist með styrkjum frá t.d. UMFÍ, KEA, sveitarfélaginu, UMSE og öðrum aðilum.
Skipuleggur viðburði á vegum félagsins, svo sem spilakvöld, Æskudaginn og aðra félagslega viðburði.
Nefndin vinnur einnig með öðrum hópum að verkefnum sem stuðla að samveru og gleði í samfélaginu.
Sér um að skipuleggja og styðja við starf fyrir börn og unglinga.
Nefndin vinnur að því að skapa tækifæri fyrir ungt fólk til þátttöku, hreyfingar og félagsstarfs.
Skipuleggur fræðslu og námskeið fyrir félagsfólk og íbúa.
Nefndin finnur áhugaverð efni og gestafyrirlesara, með áherslu á þekkingu, forvarnir og samfélagslega fræðslu.
Sér um verkefnastjórnun, framkvæmdir og viðhald tengt aðstöðu félagsins, s.s. Æskuheimilinu, íþróttasvæðinu og folfvellinum.
Nefndin vinnur að því að tryggja góða og örugga aðstöðu fyrir alla notendur.
Ef þig langar að taka þátt í nefndarstarfi Æskunnar, þá er alltaf pláss fyrir fleiri hendur og nýjar hugmyndir.
Hafðu samband við stjórn eða sendu tölvupóst á aeskan@umse.is til að fá nánari upplýsingar.