Á fimmtudögum kl. 21:00 er spilað blandað bandý í íþróttahúsinu í Valsárskóla á Svalbarðseyri.
Allir 13 ára og eldri eru velkomnir, óháð reynslu.
Bandýið er hluti af íþróttastarfi U.M.F. Æskunnar og er góð leið til að hreyfa sig, hitta fólk og hafa gaman í afslöppuðu andrúmslofti.
Engin skráning – bara mæta og spila.