Á Svalbarðseyri er 9 brauta folfvöllur, sem var settur upp árið 2018 við íþróttasvæðið – rétt við sundlaugina.
Völlurinn byrjar og endar við sundlaugina og liggur um og íþróttavöllinn og skólalóðirnar.
Þetta er fjölskylduvænn og aðgengilegur völlur sem hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa meiri reynslu í folfi.
Við hlið svæðisins er einnig grillsvæði og leiksvæði, sem gerir auðvelt að sameina útivist og samveru.
Völlurinn er opinn öllum og engin gjöld tengd notkun.